Margir sem ég þekki hafa átt erfitt með að lesa.
Nokkur þeirra geta ekki lesið af því að þau eru með ADHD eða lesblindu.
Sumir eru bara latir.
Í þessari ritgerð ætla ég að útskýra hvernig þú, lata manneskjan, getur byrjað að lesa aftur!
Finndu út hvað virkar best fyrir þig!
Besta leiðin til að byrja að lesa aftur, er að finna út hvað virkar best fyrir þig.
Sumir vilja skipuleggja sig, aðrir ekki og það er allt í lagi!
Ef allt sem ég skrifa í þessari ritgerð virkar ekki fyrir þig, þá þarftu ekki að hafa neinar áhyggjur.
Við erum öll ólík og það er gott að prófa flest á þessum lista og sjá hvað virkar og hvað virkar ekki fyrir þig!
Settu þér raunhæf markmið
Góð leið til að byrja er að vera með stílabók, blað, eða skrifa í Notes appið á farsímanum þínum eða á tölvunni þinni og setja þér raunhæf markmið.
Þú þarft ekki að byrja á því að lesa 50 blaðsíður á dag.
Ein eða tvær blaðsíður á dag eru góð byrjun og svo getur þú haldið áfram þaðan.
Byrjaðu á stuttri bók
Það er sniðugt að byrja á stuttum bókum.
Stutt bók, sem er 100 til 150 blaðsíður, er betri byrjun en að byrja á bók sem er 200 blaðsíður eða meira.
Smásagnasafn, tímarit, eða bara einhver lítil bók sem þú finnur á bókasafninu eru allt góðar leiðir til að byrja.
Finndu út hvernig bækur þér finnst skemmtilegar
Kannski þykir þér gaman að tónlist, sjónvarpsþáttum, bíómyndum, leikjum eða bara einhverjum áhugamálum.
Þú ættir að reyna að finna bók sem fjallar um eitthvað sem þú hefur áhuga á.
Til dæmis ef þú hefur gaman að Breaking Bad þá hefur þú örugglega gaman að Where All Lights Tends to go, The Redeemers, Bull Mountain og fleiri líkum bókum!
Og ef þú hefur ekki gaman að Breaking Bad, þá skaltu bara fara á internetið og leita að „if you like _________ then you should read this“ (ef þú ætlar að lesa á ensku) eða „Good books for people who liked _________.“
Ekki lesa nálægt freistingum, lestu úti
Það versta sem þú getur gert, þegar þú ert að lesa, er að lesa nálægt sjónvarpi, tölvu eða einhverju öðru sem getur truflað þig og fengið þig til að hætta að lesa og fara að gera eitthvað annað.
Það er miklu betra að lesa úti þar sem þú ert í burtu frá öllum truflunum og freistingum!
Ef bókin er ekki góð eftir 20-30 blaðsíður, er þetta ekki góð bók
Það er alveg eðlilegt þó bókin sé ekki enn orðin spennandi eftir 10 blaðsíður.
En ef bókin er ekki ennþá orðin góð eftir 20 til 30 blaðsíður, er þetta ekki góð bók.
Það er allt í lagi að hætta að lesa bók.
Margir sem eru mjög góðir í lestri segja að það sé allt í lagi og margir rithöfundar eru líka sammála um þetta atriði.
Prentaðar bækur eru ekki alltaf bestu bækurnar
Auðvitað geta prentaðar bækur verið flottar og dularfullar.
Það getur litið mjög vel út að lesa prentuðu útgáfuna af bókinni „Stríð og friður“ í strætó, en það er betra að eiga stafrænt eintak.
Það er kannski ekki alveg jafn töff að eiga rafbók eins og prenta bók en það getur oft verið:
- Miklu ódýrara, því Kindle bækur á Amazon kosta oft bara 1 eða 2 USD.
- Rafbækur taka minna pláss.
Að eiga fullt af bókum sem maður ætlar að troða í eina tösku eða bakpoka er mjög erfitt.
Það er miklu auðveldara að eiga litla spjaldtölvu sem er hægt að nota til að hlaða niður og lesa hundruðir rafbóka.
Það er líka auðveldara að lesa rafbók, því þegar þú ert að lesa prentaða bók geta blaðsíðurnar ruglað þig og þú missir töluna á því hvað margar blaðsíður þú hefur lesið.
En þegar þú lest rafbók þá er enginn möguleiki á því að þú týnir tölunni á blaðsíðunum!
Góður play-listi
Það er frábært að lesa meira með góða tónlist í eyrunum, til dæmis klassíska tónlist, instrumental jazz eða óperutónlist.
Það er mjög góð hugmynd að setja góðan play-lista upp á Spotify eða á iTunes og hlusta á tónlistina þegar þú lest.
Þannig getur þú æft lesturinn enn meira!
Góðir play-listar á Spotify eru:
book reading playlist: Þessi play-listi er mjög flottur, með klassískri tónlist og slakandi jazzi og 177 lögum sem þú getur notað til að búa til þinn eigin play-lista!
Þessi er meira instrumental, enginn söngur og enginn texti með lögunum.
Þetta er mjög falleg tónlist sem inniheldur mjög afslappandi tónlist!
Góðir play-listar á YouTube eru:
Mjög fallegur playlisti, sem er ein klukkustund af klassíkri tónlist.
Þessi play-listi er frábær fyrir þá sem vilja ekki nota Spotify og vilja frekar nota YouTube:
Geggjaður jazz-playlisti.
Þetta er mjög falleg og róandi jazztónlist og þetta er 11 klukkustunda play-listi!
Þessi play-listi er frábær fyrir þau sem eru að leita að meiri jazz-fíling meðan þau lesa.
Add comment
Comments